Home Fréttir Í fréttum Íbúðir og knatt­hús á Hauka­svæðinu

Íbúðir og knatt­hús á Hauka­svæðinu

256
0
Fyr­ir­hugaðar íbúðir eru vinstra meg­in á mynd­inni. Búið er að teikna inn knatt­hús. Skýr­ing­ar­mynd/​ASK arki­tekt­ar

Skipu­lags­yf­ir­völd í Hafnar­f­irði hafa kynnt til­lögu að breyttu skipu­lagi Ásvalla; íþrótta- og úti­vist­ar­svæðis Hauka.

<>

Skil­greind er ný lóð vest­an meg­in íþróttamiðstöðvar, inn­an íþrótta- og úti­vist­ar­svæðis, und­ir íbúðir.

Í stað bygg­ing­ar­reits fyr­ir skrif­stofu- og þjón­ustu­hús vest­an íþróttamiðstöðvar er nú gert ráð fyr­ir 100 — 110 íbúðum, eða um 10 þúsund fer­metr­um af bygg­ing­ar­magni, og er bygg­ing­ar­reit­ur stækkaður.

Gert er ráð fyr­ir 2 — 5 hæða bygg­ing­um.
Norðan og sunn­an bygg­ing­ar­reits er gert ráð fyr­ir um 60 nýj­um bif­reiðastæðum og um 90 stæða bíla­kjall­ara und­ir bygg­ing­um á einni hæð.

Gert ráð fyr­ir gervi­grasvelli
Þá er fjöl­nota knatt­hús sem fyr­ir­hugað var að byggja sunn­an við gervi­grasvöll­inn flutt norður fyr­ir gervi­grasvöll­inn. Það er gert til að stuðla að betri nýt­ingu lóðar og sam­nýt­ingu starfs­fólks.

Í knatt­húsi skal gera ráð fyr­ir gervi­grasvelli, 68 x 105 metr­ar. Miðað er við tvær hlaupa­braut­ir og upp­hit­un­ar­svæði hring­inn kring­um knatt­spyrnu­völl­inn.

Gert er ráð fyr­ir um 900 fer­metra þjón­ustu­bygg­ingu sam­tengdri knatt­hús­inu inn­an sama bygg­ing­ar­reits. Þjón­ustu­bygg­ing­in skal staðsett þannig að hún nýt­ist bæði gervi­grasvelli til suðurs og knatt­húsi til norðurs.

Hægt er að kynna sér til­lög­una hér.

Heimild: Mbl.is