Home Fréttir Í fréttum Tvöföldun Suðurlandsvegar, Bæjarháls að Hólmsá

Tvöföldun Suðurlandsvegar, Bæjarháls að Hólmsá

341
0
Breikkun Suðurlandsvega áfangi 1

Drög að tillögu að matsáætlun

Vegagerðin, í samvinnu við Reykjavíkurborg og Mosfellsbæ, áformar að tvöfalda Suðurlandsveg frá vegamótum við Bæjarháls að Hólmsá ofan Reykjavíkur.

<>

Byggð verða þrenn mislæg vegamót og vegurinn verður byggður í allt að fimm áföngum. Vegagerðin hefur kynnt drög að tillögu að matsáætlun vegna tvöföldunar á þessum kafla.

Auk tvöföldunar þarf að aðlaga reið-, hjóla- og gönguleiðir að nýjum tvöföldum vegi og tengingum við hliðarvegi verður fækkað.

Markmið framkvæmdanna er að auka umferðaröryggi og tryggja greiðari umferð um Suðurlandsveg.

Vegurinn verður byggður í allt að fimm áföngum. Í fyrstu tveimur áföngunum verður hann tvöfaldaður án mislægra gatnamóta, alls 5,4 km leið.

Breikkun Suðurlandsvega áfangi 2

Í þeim fyrsta frá Hólmsá að Norðlingavaði og í öðrum frá Norðlingavaði að gatnamótum við Bæjarháls. Í áföngum 3 til 5 verða mislæg vegamót byggð við öll vegamótin á kaflanum nema við Heiðmerkurveg.

Um er að ræða þrenn mislæg vegamót þ.e. við Breiðholtsbraut, við Norðlingavað og við Hafravatnsveg.

Vegurinn verður hefðbundinn tveggja akreina vegur í hvora átt með aðskildum akbrautum, nema hjá Rauðavatnsskógi.

Breikkun Suðurlandsvega áfangi 3

Til þess að skerða ekki skóginn er vegurinn hafður þar í þröngu sniði, þannig að aðeins verði vegrið sett upp á milli akbrautanna.

Tímasetning framkvæmda liggur ekki fyrir. Samkvæmt drögum að nýrri samgönguáætlun er gert ráð fyrir að þær hefjist á 2. tímabili. Það er á árunum 2025-2029.

Drögin kynnt almenningi og hagsmunaaðilum

Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Drög að tillögu að matsáætlun vegna Suðurlandsvegar er nú kynnt almenningi, hagsmunaaðilum og lögbundnum umsagnaraðilum um tveggja vikna skeið, frá 15. til 29. nóvember.

Öllum er frjálst að senda inn athugasemdir á kynningartíma.

Athugasemdir skal merkja „Breikkun Suðurlandsvegar“ og senda með tölvupósti á netfangið ragnhildur.gunnarsdottir@efla.is eða með bréfpósti á:

EFLA Verkfræðistofa
B.t. Ragnhildar Gunnarsdóttur
Lynghálsi 4
110 Reykjavík

Þeir sem vilja skoða málið nánar geta smellt á linkinn hér að neðan:

Tvöföldun Suðurlandsvegar, Bæjarháls að Hólmsá – Drög að tillöguað matsáætlun.

Heimild: Vegagerðin