Home Fréttir Í fréttum 190 ferðir með um 1.500 rúmmetra af steypu

190 ferðir með um 1.500 rúmmetra af steypu

285
0
Skjáskot af Rúv.is
Umfangsmikil steypuvinna fer nú fram í grunni nýja Landsbankans við Austurbakka. Vinnan hófst klukkan tvö í nótt og stendur yfir fram á kvöld.
Í botnplötu byggingarinnar fara um 1.500 rúmmetrar af steypu. Til að flytja steypuna fara um 50 steypubílar frá BM Vallá um 190 ferðir með steypu í grunninn.

Framkvæmdir við höfuðstöðvar nýs Landsbanka hófust í janúar. Stefnt er að því að flytja höfuðstöðvar bankans eftir þrjú til fjögur ár. Áætlaður kostnaður við framkvæmdir nemur níu milljörðum króna.

<>

Að sögn Jónasar Jónmundssonar, byggingarfræðings og staðarstjóra ÞG Verk, hefur steypuvinnan gengið vel það sem af er degi.

BM Vallá sé vel í stakk búið til að takast á við verkið sem sé þó með stærri steypuvinnu sem fram hefur farið í borginni.

Þrengingar eru á Kalkofnsveginum vegna framkvæmdanna og þá er þrengt að Geirsgötunni. Tveimur akreinum er lokað og einstefna er í báðar áttir.

Að sögn Jónasar hafa ekki verið tafir á umferð vegna framkvæmdanna en smá bílalest er farin að myndast. Líklegt sé að þeir sem eigi leið vestur í bæ tefjist aðeins.

Þá er um 15 mínútna seinkun á ferðum strætó vegna framkvæmdanna.

Heimild: Ruv.is