Framkvæmdir við höfuðstöðvar nýs Landsbanka hófust í janúar. Stefnt er að því að flytja höfuðstöðvar bankans eftir þrjú til fjögur ár. Áætlaður kostnaður við framkvæmdir nemur níu milljörðum króna.
Að sögn Jónasar Jónmundssonar, byggingarfræðings og staðarstjóra ÞG Verk, hefur steypuvinnan gengið vel það sem af er degi.
BM Vallá sé vel í stakk búið til að takast á við verkið sem sé þó með stærri steypuvinnu sem fram hefur farið í borginni.
Þrengingar eru á Kalkofnsveginum vegna framkvæmdanna og þá er þrengt að Geirsgötunni. Tveimur akreinum er lokað og einstefna er í báðar áttir.
Að sögn Jónasar hafa ekki verið tafir á umferð vegna framkvæmdanna en smá bílalest er farin að myndast. Líklegt sé að þeir sem eigi leið vestur í bæ tefjist aðeins.
Þá er um 15 mínútna seinkun á ferðum strætó vegna framkvæmdanna.
Heimild: Ruv.is