Home Fréttir Í fréttum Verkefni í samgönguáætlun sem henta vel fyrir PPP

Verkefni í samgönguáætlun sem henta vel fyrir PPP

189
0
Sigurður Hannesson Mynd: SI.is

Samvinnuleið eða PPP (Public Private Partnership) við innviðauppbyggingu getur flýtt framkvæmdum og krefst minni fjármagnsbindingar af hálfu ríkisins, auk þess er leiðin líklegri til að vera á áætlun í tíma og kostnaði og gæti falið í sér betra viðhald um leið og byggð er upp þekking hér á landi á samvinnuleið.

<>

En hafa þarf í huga að á Íslandi er kostnaður við fjármagn mun hærri en í flestum öðrum löndum.

Þetta kom meðal annars fram í máli Sigurðar Hannessonar, framkvæmdastjóra SI, í erindi hans á ráðstefnu Regins og Deloitte í vikunni þar sem fjallað var um ávinning samvinnuleiðar.

Sigurður sagði samstarf opinberra aðila og einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda henta meðal annars í stórum nýframkvæmdum.

Þar gæti verið um að ræða gjaldtöku í tiltekinn tíma sem endar með eignarhaldi ríkisins á innviðunum í lok samningstíma.

Í máli Sigurðar kom fram að á næstunni muni samgönguráðherra kynna nánari umgjörð um samvinnuleið eða PPP en slík leið felur í sér samstarf opinberra aðila og einkaaðila við fjármögnun, byggingu og rekstur mannvirkja.

Nú þegar hafa verið nefndir sex kostir sem falla munu undir samvinnuleið í fyrirhuguðu frumvarpi ráðherra.

Það eru Axarvegur, Hornafjarðarfljót, Brú yfir Ölfusá, tvöföldun Hvalfjarðarganga, Sundabraut og jarðgöng um Reynisfjall/láglendisvegur um Mýrdal.

Hér er hægt að nálgast glærur Sigurðar frá fundinum.

Heimild: SI.is