Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Hringvegur (1) um Steinavötn og Fellsá (EES útboð)

Opnun útboðs: Hringvegur (1) um Steinavötn og Fellsá (EES útboð)

639
0

Tilboð opnuð 5. nóv. 2019. Smíði nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá ásamt uppbyggingu á Hringvegi í Suðursveit á tveimur köflum beggja megin brúa.

<>

Veita skal ám undir nýjar brýr og eftir að vegtenging er komin á þær skal fjarlægja bráðabirgðabrýr og –vegi og gera leiðigarða við enda brúar yfir Steinavötn.

Helstu magntölur vegna vega eru:
Skeringar 6.365 m3
Fyllingar 19.685 m3
Burðarlag 2.345 m3
Tvöföld klæðing 11.585 m2
Fláafleygar 6.886 m2
Ræsagerð 84 m
Grjótvörn 3.995 m3
Bráðabirgðabrú 20,6 m
Helstu magntölur vegna brúa eru:
Vegrið 352 m
Gröftur 5.100 m3
Bergboltar 42 stk.
Mótafletir 3.569 m2
Steypustyrktarstál 201,5 tonn
Spennt járnalögn 41,1 tonn
Steypa 2.296 m3

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. apríl 2021.