Home Fréttir Í fréttum 12.11.2019 Suðurnesjabær. Gerð göngu- og hjólastígs á milli Sandgerðis og Garðs

12.11.2019 Suðurnesjabær. Gerð göngu- og hjólastígs á milli Sandgerðis og Garðs

436
0
Sandgerði

Suðurnesjabær óskar eftir tilboðum í gerð göngu- og hjólastígs á milli Sandgerðis og Garðs.
Stígurinn er 4.070 m langur, malbikaður í 2,5 m breidd og upplýstur.

<>

Helstu magntölur eru:
Gröftur 6.250 m3
Fylling 7.000 m3
Malbikun 10.160 m2
Götuskápar 2
Ljósstólpar 95
Ljósastrengur 4700m

Framkvæmdum skal vera lokið fyrir 1. apríl 2020.

Útboðgögn verða aðgengileg frá og með 31. oktober. Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Daða Aðalsteinsson hjá Tækniþjónustu SÁ ehf. með því að senda tölvupósti á netfangið dadi@t-sa.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti.

Tilboðum skal skila inn á bæjarskrifstofu Suðurnesjabæjar, Sunnubraut 4, 250 Garður, í lokuðu umslagi merktu viðkomandi verki fyrir kl: 11:00 þriðjudaginn 12. nóvember 2019, þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra er þess óska.