Home Fréttir Í fréttum Vilja byggja ofan á Ísbúð Vest­ur­bæj­ar

Vilja byggja ofan á Ísbúð Vest­ur­bæj­ar

243
0
Þessi tölvu­mynd sýn­ir hvaða breyt­ing yrði á götu­mynd­inni. Hér er horft aust­ur eft­ir Haga­meln­um. Mynd/​T.ark arki­tekt­ar

Skipu­lags­full­trúi Reykja­vík­ur hef­ur tekið já­kvætt í hug­mynd­ir um að byggja allt að þriggja hæða íbúðar­hús­næði ofan á versl­un­ar­hús­næðið á Haga­mel 67 í Vest­ur­bæn­um.

<>

Í hús­inu er meðal ann­ars að finna hina þekktu Ísbúð Vest­ur­bæj­ar, Fis­herm­an fisk­sjoppu og eld­hús og Thai Grill. Í næsta ná­grenni er Mela­búðin.

T.ark arki­tekt­ar sendu skipu­lags­full­trú­an­um fyr­ir­spurn um málið fyr­ir hönd lóðar­hafa/​eig­enda. Versl­un­ar­hús­næðið sem um ræðir er 426,5 fer­metr­ar.

Áhugi er á því að hver íbúðarhæð yrði 320 fer­metr­ar að stærð. Aukn­ing bygg­inga­magns yrði því tæp­ir 1.000 fer­metr­ar og 100 fer­metra sam­eig­in­leg­ur þak­g­arður að auki.

Mark­mið viðbygg­ing­ar­inn­ar er sagt vera að ýta und­ir þétt­ingu byggðar í þessu rót­gróna og vin­sæla hverfi svo og að styrkja nú­ver­andi versl­un og þjón­ustu í hús­inu og ná­grenni þess.

Enn frem­ur seg­ir að lóðin sé ein­stak­lega vel staðsett með til­liti til skóla og leik­skóla og kjörið sé að byggja þarna íbúðir fyr­ir ung­ar fjöl­skyld­ur og náms­menn. Áhersla verði lögð á að bygg­ing­in falli vel að nú­ver­andi byggðamynstri göt­unn­ar og horft verði til aðliggj­andi húsa.

Haga­mel­ur 67 er versl­un­ar­hús á einni hæð með fimm versl­un­um, byggt árið 1972 eft­ir teikn­ing­um Ásmund­ar Ólason­ar og Gunn­ars Hans­son­ar arki­tekta.

„Bygg­ing­in er stíl­hrein mód­ern­ísk versl­un­ar­bygg­ing bor­in upp af ber­andi vegg í gegn­um bygg­ing­una endi­langa í N-A-átt og súl­um í út­veggj­um. Stór­ir gluggaflet­ir ein­kenna út­lit auk mynd­ar­legs þakkants þar sem skilti versl­an­anna er að finna,“ seg­ir í kynn­ingu.

Niðurstaða skipu­lags­full­trúa er sú að ekki séu gerðar skipu­lags­leg­ar at­huga­semd­ir við er­indið og út­færsla viðbygg­ing­ar­inn­ar verði unn­in í sam­starfi við embætti skipu­lags­full­trúa. Bent er á að ekki er í gildi deili­skipu­lag.

Bygg­ing­ar­leyfi yrði grennd­arkynnt og ef til vill yrði breyt­ing gerð sam­hliða á lóðarmörk­um.

Heimild: Mbl.is