Home Fréttir Í fréttum Akureyri: Turnar sem breikka inn að torgi

Akureyri: Turnar sem breikka inn að torgi

335
0
Mynd: Zeppelin arkitektar

Fyrstu myndir sem byggja á hugmyndum að uppbyggingu sex til ellefu hæða húsa á Oddeyri á Akureyri hafa verið birtar.

<>

Húsin eru misjafnlega stór, efstu hæðirnar eru mjóar en húsin breikka inn að miðju byggingarsvæðisins sem myndar torg milli fjögurra turna.

Fréttastofa RÚV fjallaði um hugmyndirnar í síðustu viku. Breyta þarf skipulagi til að af byggingu húsanna getur orðið. Þar má nú reisa þriggja til fjögurra hæða byggingar en verktakinn sem á lóðirnar vill reisa allt að fimm sex til ellefu hæða hús.

Fjögur hús eru á myndunum sem birtar hafa verið á síðu verkfræðistofunnar Zeppelin.

Fjallað var um framkvæmdirnar á Stöð 2 í kvöld og er fleir myndir birtar þar.
Hæð húsanna hefur vakið upp spurningar um hvort notagildi Akureyrarflugvallar gæti minnkað. Isavia verður af þeim sökum beðið um umsögn meðan á vinnu við breytingu á aðalskipulagi stendur.

Heimild: Ruv.is