Home Fréttir Í fréttum Vilja byggja fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni á Akureyri

Vilja byggja fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á Oddeyrinni á Akureyri

205
0

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti skipulagslýsingu á þriðjudaginn sem er fyrsti liðurinn í því að breyta gildandi aðalskipulagi Akureyrarbæjar svo verktakafyrirtæki verði heimilt að byggja allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús á reit á Oddeyrinni.

<>

Verktakafyrirtækið hefur unnið tillögur að uppbyggingu á svæðinu sem miðast við að byggt verði þessi fjölbýlishús með atvinnustarfsemi og bílastæðahúsi á neðstu hæðum.

Eins og fyrr segir er skipulagslýsingin aðeins fyrsti liðurinn í að breyta gildandi skipulagi og enn langt í land að samþykki fyrir fyrirhugaðri uppbyggingu liggi fyrir. Skipulagslög kveða á um að samráð þurfi að hafa við íbúa á svæðinu og aðra hagsmunaaðila vegna breytinganna.

Nánar má lesa um skipulagslýsinguna með því að smella hér.

Heimild: Kaffid.is