Home Fréttir Í fréttum Byrjað að rífa húsið við Smáragötu í Vestmannaeyjum

Byrjað að rífa húsið við Smáragötu í Vestmannaeyjum

388
0
Ljósmynd/Halldór B. Halldórsson

Hafist var handa í gærmorgun við niðurrif hússins að Smáragötu 34, sem hefur um árabil verið í óviðunandi ástandi vegna foktjóns sem gerði húsið óíbúðarhæft.

<>

Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í maí sl. var málið tekið fyrir síðast. Í bókun ráðsins sagði að ástand húsnæðisins sé óviðunandi og stafar nágrönnum og íbúum hætta af.

Fram kom að ástandið hafi varað of lengi og var krafist tafarlausrar úrbóta, sem nú standa hefur verið hrint í framkvæmd.

Smáragata 34 hefur um árabil verið í óviðunandi ástandi, en foktjón gerði húsið óíbúðarhæft. Mynd/TMS

Heimild: Eyjar.net