Home Fréttir Í fréttum Stærsti flug­völl­ur í heimi opnaður í Kína

Stærsti flug­völl­ur í heimi opnaður í Kína

229
0
Lög­un flug­vall­ar­ins minn­ir á kross­fisk og hef­ur flug­völl­ur­inn því strax fengið gælu­nafnið „stjörnu­fisks­flug­völl­ur­inn“. Mynd: AFP

Dyr Dax­ing-flug­vall­ar­ins í Pek­ing voru opnaðar í dag og var form­leg opn­un í hönd­um Xi Jin­ping, for­seta Kína.

<>

Flug­völl­ur­inn er eng­in smá­smíði, 700.000 fer­metr­ar, eða á við 98 fót­bolta­velli, að því er rík­is­miðlar í Kína greina frá.

Kostnaður­inn við flug­völl­inn er um 11 millj­arðar doll­ar­ar, eða sem nem­ur 1,3 bill­jón­um króna. Hann er staðsett­ur 46 kíló­metra suður af Tin­an­men-torgi og er hannaður af víðfræga arki­tekt­in­um Zaha Hadid.

Lög­un flug­vall­ar­ins minn­ir á kross­fisk og hef­ur flug­völl­ur­inn því strax fengið gælu­nafnið „stjörnu­fisks­flug­völl­ur­inn“. Bygg­ing vall­ar­ins tók aðeins þrjú ár.

Bú­ist er við því að Dax­ing-flug­völl­ur­inn í Pek­ing verði sjá fjöl­farn­asti í heimi inn­an tíðar. Mynd: AFP

Flug­völl­ur­inn er tal­inn afar merki­leg­ur fyr­ir þær sak­ir að í raun er aðeins ein flug­stöðvar­bygg­ing (e. term­inal) á vell­in­um og er hann því stærsti flug­völl­ur í heimi sem er all­ur í einni bygg­ingu.

Flug­völl­ur­inn er ann­ar alþjóðaflug­völl­ur­inn í borg­inni. Dax­ing-flug­völl­ur­inn var byggður til að minnka álag á alþjóðaflug­völl­inn sem þegar er starf­rækt­ur í Pek­ing. Yfir 100 millj­ón­ir hafa farið í gegn­um Pek­ing Capital-flug­völl­in frá því að hann var opnaður árið 1958.

Farþega­spár gera ráð fyr­ir að 170 millj­ón­ir farþegar fari um borg­ina árið 2025 og bú­ist við að meiri­hluti þeirra fari í gegn­um Dax­ing-flug­völl. Með opn­un flug­vall­ar­ins bæt­ist Pek­ing í hóp borga eins og New York og London sem státa af tveim­ur alþjóðaflug­völl­um.

Sjö inn­lend flug­fé­lög hófu að fljúga frá Dax­ing-flug­velli í morg­un. Þá hafa flug­fé­lög á borð við Brit­ish Airways, Cat­hay Pacific og Finna­ir til­kynnt að þau muni hefja flug til og frá Dax­ing-flug­velli fljót­lega.

Heimild: Mbl.is