Home Fréttir Í fréttum Nýtt gervigras í Egilshöll

Nýtt gervigras í Egilshöll

171
0

Undirritaður hefur verið samningur um lagningu og endurnýjun á gerivgrasi á innanhúss  knattspyrnuvöll í Egilshöll.  Að undangenginni verðkönnun og  mati á gæðum boðinna  lausna, var ákveðið að ganga til samninga við fyrirtækið Polytan Gmbh.  Félagið, sem er þýskt, sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á hágæða gervigrasi og gerviefni á hlaupabrautir ásamt því að vera leiðandi í ýmsum lausnum sem snúa að íþrótta- og tómstundaaðstöðu. Íslendingar hafa margra ára reynslu af vörum og lauHsnum frá Polytan en hérlendis eru fjöldi íþróttavalla með gervigras frá þeim framleiðanda. VSÓ ráðgjöf var ráðgjafi Regins í verkefninu og stýrði undirbúningi og samningum vegna verksins.

<>

Á meðfylgjandi mynd eru frá hægri Asvald Simonsen umboðsaðili Polytan í Danmörku og Noregi, Katrín Sverrisdóttir framkvæmdastjóri Egilshallar og Þorbergur Karlsson verkfræðingur hjá VSÓ Ráðgjöf.

Heimild: Reginn hf.