Home Fréttir Í fréttum 20.000 Svans­vottaðir fer­metr­ar

20.000 Svans­vottaðir fer­metr­ar

227
0
Ábyrgðaraðilar við und­ir­rit­un samn­ings­ins í dag. Frá vinstri Gylfi Gísla­son for­stjóri JÁVERKS, Krist­ín Linda Árna­dótt­ir for­stjóri Um­hverf­is­stofn­un­ar, Leó Árna­son fram­kvæmda­stjóri Sig­túns Þró­un­ar­fé­lags, Gísli Hall­dór Hall­dórs­son bæj­ar­stjóri sveit­ar­fé­lags­ins Árborg­ar. Ljós­mynd/​Um­hverf­is­stofn­un

Stór hluti rúm­lega 20.000 fer­metra miðbæj­ar­kjarna á Sel­fossi verður Svans­vottaður. Samn­ing­ur þess efn­is var und­ir­ritaður fyrr í dag en samn­ing­ur­inn var gerður á milli Um­hverf­is­stofn­un­ar, þró­un­ar­fé­lags­ins Sig­túns og sveit­ar­fé­lags­ins Árborg­ar.

<>

Krist­ín Linda Árna­dótt­ir, for­stjóri Um­hverf­is­stofn­un­ar, seg­ir samn­ing­inn stór tíðindi bæði í ís­lensku og nor­rænu sam­hengi. „Við sjá­um þetta sem mikla hvatn­ingu fyr­ir op­in­bera- og einkaaðila til að stíga stór skref.“

Bygg­ing hús­anna, sem eru fjór­tán tals­ins, er nú þegar haf­in en Svans­vott­un felst helst í því að efni sem notuð við bygg­ingu þeirra séu eins skaðlaus og kost­ur er. Sömu­leiðis er orka spöruð og úr­gang­ur flokkaður í bygg­ing­ar­vinn­unni.

„Þetta hef­ur mik­il áhrif á heilsu fólks, bæði þeirra sem munu búa í þess­um hús­um og jafn­framt þeirra sem munu vinna þar. Einnig hef­ur þetta já­kvæð áhrif á heilsu þeirra sem koma að vinnu þeirra á bygg­ing­arstigi,“ seg­ir Krist­ín.

Stærsta Svans­vott­un­ar­verk­efnið
„Mesti hluti þeirra vara sem verða notaðar í bygg­ing­arn­ar eru um­hverf­is­vottaðar. Þá erum við að til að mynda að tala um timb­ur, sparsl, máln­ingu og inn­rétt­ing­ar.“

Svans­vott­un miðbæj­ar­kjarn­ans er stærsta verk­efnið af þess­um toga sem ráðist hef­ur verið í hér­lend­is. „Það er nú þegar búið að votta hér á landi eitt ein­býl­is­hús og eina blokk sem oft er kölluð Ikea-blokk­in svo þetta er mjög stórt og mikið verk­efni.“

Tíma­móta­skref
Krist­ín seg­ir samn­ing­inn tíma­móta­skref. „Bygg­inga­geir­inn er tal­inn losa mikið af gróður­húsaloft­teg­und­um svo það skipt­ir auðvitað gríðarlega miklu máli að það sem við erum að byggja sé byggt á eins lofts­lagsvæn­an hátt og hægt er..“

Spurð hvort all­ar bygg­ing­ar ættu ekki að vera byggðar með þess­um hætti seg­ir Krist­ín: „Þar sem bygg­ing­ar eru í eðli sínu fjár­fest­ing til langr­ar framtíðar þá er mjög mik­il­vægt að vanda vel til þeirra. Bæði út frá um­hverf­is- og heilsu­sjón­ar­miðum og þá er Svans­vott­un aðgengi­legt og raun­hæft tæki.“

Heimild: Mbl.is