Home Fréttir Í fréttum Heim­ila breyt­ing­ar við Lækj­ar­göt­una

Heim­ila breyt­ing­ar við Lækj­ar­göt­una

108
0
Lækj­ar­gata 8 er brúna húsið til hægri á mynd­inni. Fyr­ir aft­an það sést í Póst­hús­stræti 13, þaðan sem út­sýni úr íbúðum skerðist. Skóla­brú er fyr­ir miðri mynd. Ný­bygg­ing­ar munu rísa á lóð bak við Lækj­ar­götu 8. Mynd: Mbl.is

Heim­ilt verður að breyta deili­skipu­lagi svo­nefnds Póst­hús­stræt­is­reits í miðbæ Reykja­vík­ur, skv. ný­legri samþykkt borg­ar­ráðs.

<>

Mál þetta vík­ur að hús­un­um Lækj­ar­götu 6 og 8.
Heim­ilt verður að byggja kjall­ara und­ir síðartalda húsið en skúr­ar að baki því fyrr­nefnda verða rifn­ir og nýj­ar bygg­ing­ar reist­ar í þeirra stað.

Einnig kem­ur tveggja hæða ný­bygg­ing með risi og kvist­um ofan á inn­keyrslur­ampi á baklóðinni.

Eig­end­ur bygg­inga í ná­grenni við þær bygg­ing­ar sem nú á að breyta hafa gert at­huga­semd­ir við skipu­lags­breyt­ing­una. Full­trúi Miðflokks­ins tek­ur und­ir þær at­huga­semd­ir og tel­ur að þreföld­un bygg­inga­magns á um­rædd­um reit skerði gæði fólks á þessu svæði.

Full­trú­ar meiri­hluta­flokk­anna í borg­ar­ráði segja á hinn bóg­inn að tekið hafi verið til­lit til allra þeirra at­huga­semda sem bár­ust við út­færslu breyt­ing­anna.

Húsið í Lækj­ar­götu 12 er eitt það elsta í Reykja­vík, reist árið 1874. Ytra byrði þess var gert upp 2012. Með því að hækka húsið upp núna er svo ætl­un­in m.a. að gera það svip­sterk­ara í götu­mynd­inni, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í gær.

Heimild: Mbl.is