Home Fréttir Í fréttum Hafna tillögum BYGG að breytingum á saltgeymslureit

Hafna tillögum BYGG að breytingum á saltgeymslureit

290
0
Tillögur um breytingar á byggingareit fyrirtækisins við Hafnargötu 81 – 85.

Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur hafnað tillögu Byggingafélags Gylfa og Gunnars (BYGG) um breytingar á byggingareit fyrirtækisins við Hafnargötu 81 – 85.

<>

Ráðið telur tillögurnar ekki samrýmast stefnu um ásýnd bæjarins.

Tillögur BYGG að breyttu deiliskipulagi ganga út á að húsum verði fækkað úr þremur í tvö, en þau hækkuð í 8-9 hæðir í stað 7 hæða, en að íbúðafjöldi héldist óbreyttur eða 81 íbúð.

Tillagan er meðal annars lögð fram þar sem BYGG vill hafa lengra bil á milli húsa en gert er ráð fyrir í núverandi skipulagi.

Þá telur BYGG að með þessum breytingum yrði mögulegt að sleppa niðurrifi á gömlu saltgeymslunni og nýta húsnæðið sem leikhús eða tröllahelli.

Hér má sjá hvernig byggingafyrirtækið vildi breyta byggingum á svæðinu.

Heimild: Sudurnes.net