F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskar eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Bryggjugata og Miðbakki. Gatnagerð og lagnir, útboð 14651.
Annars vegar felst framkvæmdin í fullnaðarfrágangi yfirborðs, snjóbræðslu og veitukerfa Bryggjugötu og nærsvæða beggja megin hennar auk aðkomuleiðar frá Bryggjugötu að Miðbakka/Austurbakka.
Hins vegar felst framkvæmdin í gerð upphitaðs hjólastígs og endurgerð göngustígs meðfram Geirsgötu auk frágangs strætóbiðstöðvar þar.
Helstu magntölur eru:
- Upprif á hellum og malbiki 2.790 m²
- Upprif á kantsteini 100 m
- Uppgröftur og brottakstur 450 m³
- Malarfylling 950 m³
- Púkkmulningur 810 m²
- Fráveita, lagnir 280 m
- Ný niðurföll 24 stk
- Brunnar 2 stk
- Snjóbræðsla, ø25mm 880 m²
- Snjóbræðsla ø63 og ø75 stofnar 135 m
- Jarðstrengir 1.030 m
- Ljósstólpar 6.3m 11 stk
- Ljósastaur tré 9m 10 stk
- Grásteinskantsteinn 165 m
- Staðsteyptur kantsteinn 135 m
- Malbik, stígar og gata 850 m²
- Stéttar og steinlagnir 3.100 m²
- Upptaka og endurlögn á hellum 170 m²
- Skilti 5 stk
- Timburbekkir 4 stk
- Timburstallar 40 m
- Gróður, runnar og fjölæringar 120 stk
- Beð um götutré 10 stk
Úboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 10:00, þriðjudaginn 16. september 2019 á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is.
Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Nýskráning“ eða „Register“.
Vakin er athygli á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupaskrifstofu.
Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00, 30. september 2019.
Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur, nema að bjóðendur óski sérstaklega eftir því.
Beiðni verður að hafa borist innkaupaskrifstofu 2 virkum dögum fyrir opnun tilboða, á netfangið utbod@reykjavik.is