Home Fréttir Í fréttum Draga steypu­bíl­ana upp í Hlíðarfjall

Draga steypu­bíl­ana upp í Hlíðarfjall

252
0
Steypu­bíl­arn­ir spóla sig niður í aur­inn en starfs­menn Skúta­bergs leysa málið með því að láta ýtu kippa í þá á leiðinni upp. Mynd: Ruv.is

Ágæt­ur gang­ur er í fram­kvæmd­um við nýja stóla­lyftu á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli á Ak­ur­eyri.

<>

Unnið er í allt að rúm­lega 1.000 metra hæð yfir sjáv­ar­máli og eru aðstæður til að koma steypu­bíl­um upp að efstu möstr­um erfiðar vegna þess hversu blautt er.

Notuð er jarðýta til að draga bíl­ana upp og halda í þá á leiðinni niður.

Nýja stóla­lyft­an ligg­ur úr um 500 metra hæð yfir sjáv­ar­máli og upp í rúm­lega 1.000 metra.

Reisa þarf 16 möst­ur og und­ir­stöður. Er vinn­an við að slá upp fyr­ir und­ir­stöðum og steypa langt kom­in og verið er að reisa þriðja mastrið.

Guðmund­ur Karl Jóns­son, for­stöðumaður skíðasvæðis­ins, seg­ir að aðstæður mættu vera betri. Hann tel­ur þó að fram­kvæmd­um ljúki fyr­ir vet­ur­inn en það fari eitt­hvað eft­ir veðri og vind­um.

Fyr­ir­hugað er að opna nýju lyft­una eft­ir ára­mót, áður en skíðavertíðin nær há­marki.

Heimild: Ruv.is