Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir í fullum gangi í Hveragerði

Framkvæmdir í fullum gangi í Hveragerði

113
0
Mynd te

Endurbætur á sundlaugarhúsi, vegaframkvæmdir og viðbygging við Grunnskólann eru í fullum gangi núna.

<>

Framkvæmdir við endurbætur á ytra byrði sundlaugarhússins í Laugaskarði ganga vel en það eru ÁÁ verktakar sem vinna verkið. Búið er að hreinsa málningu utan af húsinu og múrviðgerðir eru langt komnar. Að þeim loknum verður húsið málað með sérstökum efnum sem tryggja eiga að húsið verði til mikils sóma. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í ágúst en til þessara framkvæmda eru settar 18 mkr. Ennfremur er gert ráð fyrir að lyfta verði sett á milli hæða í húsinu og verður það væntanlega gert í haust.

Búið er að taka grunn að nýrri viðbyggingu við Grunnskólann sem hýsa mun eldhús mötuneytis skólans. Er byggingin 46 fm að stærð og mun aðstaða mötuneytis gjörbreytast með tilkomu þessa eldhúss. Verktíminn er eðli máls samkvæmt afar stuttur en gert er ráð fyrir að eldhúsið verði tilbúið við upphaf skólastarfs í haust. Verktaki er Óli Þ. Óskarsson.

Arnon ehf hefur hafið framkvæmdir við styrkingu vegar og lagningu bundins slitlags á veginn inn að Dalakaffi. Gert er ráð fyrir að klæðning verði lögð um næstu mánaðamót. Ennfremur er Arnon ehf að ganga frá lagningu göngustígs um Drullusund og ljúka framkvæmdum við Bröttuhlíð og Þverhlíð.

Á næstunni munu bæjarbúar sjá malbikunarvélar lagfæra götur innanbæjar sem margar hverjar hafa verulega látið á sjá eftir einstaklega erfiðan vetur.

Aldís Hafsteinsdóttir,
Bæjarstjóri

Heimild: Hveragerðisbær