Home Fréttir Í fréttum 09.09.2019 Viðbygging Alþingis – Klæðning

09.09.2019 Viðbygging Alþingis – Klæðning

384
0
Studio Granda arkitektar Mynd: Alþingi

Ríkiskaup fyrir hönd Alþingis, óska eftir tilboðum í vinnslu á íslensku bergi til notkun í steinklæðningu fyrir nýbyggingu Alþingis, sem fyrirhugað er að rísi á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu. Sjá nánar í útboðsgögnum.

<>

Verkið sem hér er boðið út, felst í vinnslu á íslensku bergi í steinklæðningu nýbyggingarinnar.

Stefnt er að því að jarðvinna hefjist í nóvember 2019 og að húsið verði fullfrágengið í mars 2023.

Steinklæðningin er gerð úr misháum lögum af ólíkum bergtegundum. Stærsti hluti framleiðslunnar er 30mm þykkt efni í fjórum mismunandi hæðum og hlaupandi lengdum.

Nokkur stykki eru bogadregin, önnur þykkari eða sérsniðin t.d. toppstykki útveggja og lægri veggja í kringum húsið.

Vinnslan nær jafnframt til 75mm þykkrar klæðningar, gólfplatna inni 20mm og hellulagnar úti 40mm, auk skáskurðar á brúnum steinplatna sem mynda samsett úthorn eða kanta.

Helstu magntölur eru:

20mm þykkt 167 m2
30mm þykkt 2.270 m2
40mm þykkt 230 m2
75mm þykkt 40 m2
Toppstykki 133 stk.
Millistykki (230stk. m.v. meðalengd ca.700mm hvert stk.) 161 lm.

Útboðsgögn eru  afhent þann 08.08.2019
Fyrirspurnarfrestur lýkur þann 02.09.2019
Opnun tilboða er þann 09.09.2019 kl. 11.00

Ekki verður haldinn hefðbundinn opnunarfundur. Tilboðum skal skilað rafrænt í útboðskerfi fyrir 09.09.2019