Home Fréttir Í fréttum Verktak­inn „aldrei lent í öðru eins“

Verktak­inn „aldrei lent í öðru eins“

490
0
Nýj­ar blokk­ir eldri­borg­ara í Mjódd mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá verk­tak­an­um MótX sem stóð að bygg­ingu 68 íbúða í Árskóg­um fyr­ir hönd Fé­lags eldri borg­ara í Reykja­vík og ná­grenni (FEB) skýrist mik­il hækk­un á kaup­verði íbúðanna ekki af kostnaðar­auka, eins og FEB hef­ur haldið fram.

<>

„Það er mis­skiln­ing­ur að það sé ein­hver kostnaðar­auki. Kostnaður­inn hef­ur alltaf legið fyr­ir en það sem þeir gera er að van­reikna verðmætið. Þeir reikna of lágt verð frá upp­hafi þar sem þetta er óhagnaðardrifið hjá þeim,“ seg­ir í svari MótX.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að kaup­end­ur íbúðanna þurfa nú að greiða mörg­um millj­ón­um meira en samþykkt var í kaup­samn­ingi, ætli þeir að fá íbúðirn­ar af­hent­ar.

Staðan hef­ur mik­il áhrif á kaup­end­ur og sömu­leiðis á verk­tak­ann en stjórn­end­ur hans eru áhyggju­full­ir yfir stöðunni. „Við erum í raun fórn­ar­lamb rétt eins og kaup­end­ur, bara í hina átt­ina.“

Sam­bæri­legt mál hef­ur ekki komið upp á borð MótX áður. „Við höf­um aldrei lent í öðru eins, þetta er bara gal­in staða.“ Fari FEB í þrot vegna máls­ins mun það koma niður á MótX.

„Það seg­ir sig sjálft að 400 millj­óna tap í þessu verki kem­ur við rekst­ur­inn hjá okk­ur.“

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fyr­ir­tæk­inu er óvíst hvort MótX geti selt íbúðirn­ar án aðkomu FEB ef fé­lagið fer í þrot. Enn er óvíst hvort MótX muni leita rétt­ar síns vegna máls­ins.

Heimild: Mbl.is