Home Fréttir Í fréttum Niðurrif á Gelgju­tanga

Niðurrif á Gelgju­tanga

497
0
Hús­in í Kjalar­vogi sem verða rif­in eru fyr­ir miðri mynd. Norðan við hús­in er at­hafna­svæði Sam­skipa en Snar­fara­höfn­in er sunn­an meg­in. Mynd: mbl.is/​​Hari

Reykja­vík­ur­borg hef­ur samþykkt niðurrif á átta hús­um og einni botn­plötu á lóðinni núm­er 10 við Kjalar­vog. Sam­an­lagt flat­ar­mál þess­ara bygg­inga er 5.727 fer­metr­ar.

<>

Bygg­ing­arn­ar, sem standa á Gelgju­tanga, þurfa að víkja fyr­ir íbúðarbyggð, svo­kallaðri Voga­byggð 1. Gelgju­tangi er smánes sem skag­ar út í Elliðaár­vog á móts við Grafar­vog.

Á Gelgju­tanga hófst upp­bygg­ing skipa­smíðaiðnaðar á árum seinni heims­styrj­ald­ar og þar var byggð lít­il drátt­ar­braut.

Meðal fyr­ir­tækja á nes­inu voru Keil­ir, Lands­smiðjan og Bátanaust. Olíu­fé­lagið hf.(Essó), nú N1, var með einnig starf­semi á Gelgju­tanga.

Tak­mörkuð starf­semi hef­ur verið í hús­un­um síðustu árin.

Sam­kvæmt húsa­skrá eru bygg­ing­arn­ar sem rífa á reist­ar á ár­un­um 1948-1981. Yngsta bygg­ing­in og jafn­framt sú stærsta er lag­er­bygg­ing frá 1981, 2.669 fer­metr­ar.

Sú næst­stærsta og jafn­framt elsta er geymsla, byggð árið 1948.

Það er fyr­ir­tækið U14-20 ehf., Borg­ar­túni 25, sem sæk­ir um leyfi til niðurrifs­ins. Í hluta­fé­laga­skrá kem­ur fram að þetta er einka­hluta­fé­lag, stofnað árið 2017.

Starf­semi þess er bygg­ing íbúðar- og at­vinnu­hús­næðis. Stofn­andi er Stein­steyp­an ehf., Kop­ar­hellu 1 í Hafnar­f­irði.

Skráður stjórn­ar­formaður er Jó­hann Ásgeir Bald­urs og meðstjórn­andi Daní­el Þór Magnús­son. Hann er jafn­framt fram­kvæmda­stjóri og prókúru­hafi, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag

Heimild: Mbl.is