Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir við nýtt fjöl­nota íþrótta­hús að Varmá í Mosfellsbæ ganga vel

Framkvæmdir við nýtt fjöl­nota íþrótta­hús að Varmá í Mosfellsbæ ganga vel

700
0

Húsið var boðið út 2018 í alverktöku af Mosfellsbæ, í lokuðu útboði eftir forval. Alverk var með hagstæðasta tilboðið að upphæð 621 m.kr.

<>

Á fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar þann 11. október 2018 var samþykkt að hafist yrði handa við framkvæmdir við byggingu fjölnota íþróttahúss og að gengið yrði til samninga við Alverk ehf. um framkvæmdina.

Við undirritun samnings við Alverk ehf. Mynd: Mosfellsbær

Nýja fjöl­nota íþrótta­húsið er svokallað hálft hús með hlaupabraut og gervigrasi þar sem völlurinn sjálfur er 65*42m auk salerna og geymslna.

Myndir frá framkvæmdum við nýja fjöl­nota íþrótta­húsið að Varmá

Húsið er reist með steyptar undirstöður og veggir hringinn en síðan tekur við stálgrind og sterkur PVC dúkur sem er tvöfaldur með loftbili. Gert er ráð fyrir að í húsin sé 10-15°c hiti.

Myndir frá framkvæmdum við nýja fjöl­nota íþrótta­húsið að Varmá

Þessi gerð íþróttahúsa hafa mikið verið að ryðja sér til rúms á norðurlöndunum enda hagkvæm, björt og viðhaldsléttari en hefðbundinn hús.

Nýlegar myndir teknar úr dróna af nýja fjöl­nota íþrótta­húsið að Varmá. Húsið verður afhent í haust.

Þau hafa sannað styrk sinna víða og einfalt mál að gera við ef þörf krefur. Verklok eru áætluð í október 2019.

Aðalráðgjafi verkkaupa er Verkís verkfræðistofa og hönnuðir fyrir Alverk  eru Arkþing arkitekar og Verkfræðistofa Reykjavíkur (VSR)

Alverk var stofnað árið 2007 af Aðalgeir Hólmsteinssyni. Félagið hefur síðan, sinnt framkvæmda og ráðgjafarverkefnum í mannvirkjagerð, að mestu leyti hérlendis en einnig um tíma í Noregi.

Fyrirtækið var sl. ár m.a. stjórnunarráðgjafi við eina stærstu byggingaframkvæmd á höfuðborgarsvæðinu, byggingu 204 íbúða í Smiðjuholti á vegum Búseta.

Íbúðir Bú­seta við Smiðju­holt í Reykjavík

Félagið er í dag einnig að byggja 60 íbúðir fyrir Samtök Aldraða í Austurhlíð 10 og 78 íbúðir fyrir Búseta við Keilugranda. Þá eru fleiri verkefni í undirbúningi.

Búsetaíbúðir við Keilugranda Mynd: Búseti

Alverk hefur yfirumsjón með verkefnum á framkvæmdastigi, sem stjórnunar, al- eða aðalverktaki og sinnir jafnframt byggingastjórn. Fyrirtækið veitir einnig ráðgjöf við undirbúning framkvæmda, virðisgreiningu og hönnun.