Home Fréttir Í fréttum Marg­vís­leg mis­tök gerð á gatna­mót­um

Marg­vís­leg mis­tök gerð á gatna­mót­um

221
0
Á álags­tím­um mynd­ast lang­ar raðir bíla í all­ar átt­ir. Mynd: Mbl.is/Á​rni Sæ­berg

„Því miður hafa spár mín­ar um um­ferðar­mál­in í Kvos­inni ræst. Ástandið er jafn­vel verra en ég óttaðist,“ seg­ir Ólaf­ur Krist­inn Guðmunds­son um­ferðarsér­fræðing­ur í sam­tali við Morg­un­blaðið.

<>

Umræða hef­ur skap­ast und­an­farið um mikl­ar um­ferðartepp­ur sem mynd­ast hafa á álags­tím­um á gatna­mót­um Geirs­götu og Lækj­ar­götu/​Kalkofns­veg­ar.

Ólaf­ur seg­ir að borg­ar­yf­ir­völd hafi gert marg­vís­leg mis­tök varðandi út­færslu gatna­mót­anna. Best hefði verið að leggja Sæ­braut og Geirs­götu í stokk neðanj­arðar en því var hafnað.

Þá hafi lóð í Aust­ur­höfn verið stækkuð með þeim af­leiðing­um að setja varð upp svo­kölluð T-gatna­mót, sem ráði ekki við um­ferðina.

Að auki séu um­ferðarljós­in á gatna­mót­un­um rangt sett upp, sem tefji um­ferð.

Heimild: Mbl.is