Home Fréttir Í fréttum Múrbúðin hagnast um 58,2 milljónir

Múrbúðin hagnast um 58,2 milljónir

356
0
Mynd: Vb.is/Aðrir ljósmyndarar

Múrbúðin ehf. skilaði 58,2 milljóna króna hagnaði á síðasta ári í samanburði við 61,6 milljóna króna hagnað árið 2017.

<>

Rekstur félagsins var með svipuðu móti í fyrra og árið á undan en heildarvelta félagsins nam 939 milljónum króna og lækkaði um 2% frá fyrra ári.
Samtals námu sölutekjur tæpum 938 milljónum króna en voru 959 milljónir króna árið 2017.

Kostnaðarverð seldra vara lækkaði á milli ára úr 548 milljónum króna niður í 513 milljónir króna. Rekstrarhagnaður var 84 milljónir króna miðað við 93 milljónir króna árið á undan.
Eigið fé var í árslok 188 milljónir króna samanborið við 130 milljónir króna í lok árs 2017.

Skuldir lækkuðu á sama tímabili úr 154 milljónum í 136 milljónir króna. Múrbúðin er í eigu MBKF ehf. en félagið rekur verslanir að Kletthálsi í Reykjavík og Fuglavík í Reykjanesi.

Heimild: Vb.is