Home Fréttir Í fréttum Vill rjúfa stöðnun í hús­bygg­ing­um

Vill rjúfa stöðnun í hús­bygg­ing­um

160
0
Ásmund­ur Ein­ar Daðason fé­lags- og barna­málaráðherra. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Fé­lags- og barna­málaráðherra hef­ur birt áform sín um að breyta lög­um og reglu­gerðum til að styrkja hús­næðismarkaðinn á lands­byggðinni og koma til móts við áskor­an­ir sem fjöl­mörg sveit­ar­fé­lög standa frammi fyr­ir í hús­næðismál­um.

<>

Stöðnun er al­gengt vanda­mál í þess­um sveit­ar­fé­lög­um og víða hef­ur ekk­ert íbúðar­hús­næði verið byggt í einn til tvo ára­tugi.

„Lands­byggðar­verk­efni – til­lög­ur til að bregðast við vanda á lands­byggðinni“ er komið í sam­ráðsgátt stjórn­valda og er um­sagn­ar­frest­ur til 12. ág­úst.

Mun meira var byggt á lands­byggðinni frá alda­mót­um og fram að hruni, held­ur en síðustu ár. Sér­fræðing­ar Íbúðalána­sjóðs sjá merki um markaðsbrest á mörg­um svæðum enda ráðast fáir í að reisa nýtt íbúðar­hús­næði þrátt fyr­ir að at­vinna sé víðast hvar næg og eft­ir­spurn eft­ir íbúðum mik­il.

Fyr­ir­hugaðar eru breyt­ing­ar á lög­um um al­menn­ar íbúðir, sem m.a. er ætlað að bregðast við mis­vægi á milli bygg­ing­ar­kostnaðar og markaðsverðs á lands­byggðinni. Mark­mið breyt­ing­anna er að gera sveit­ar­fé­lög­um á lands­byggðinni kleift að byggja íbúðir í al­menna leigu­kerf­inu með stofn­fram­lagi rík­is­ins.

Ráðherra boðar einnig að hann muni setja í reglu­gerð nýj­an lána­flokk hjá Íbúðalána­sjóði til að auðvelda sjóðnum að veita fjár­mögn­un á lands­byggðinni. Hann legg­ur áherslu á að tryggja þurfi íbú­um lands­byggðar­inn­ar aðgengi að fjár­magni á sam­bæri­leg­um kjör­um og fást á virk­ari markaðssvæðum.

„Niður­stöður til­rauna­verk­efn­is Íbúðalána­sjóðs á lands­byggðinni sýna að það rík­ir markaðsbrest­ur á hús­næðismarkaði víða á lands­byggðinni. Eng­inn er að svara eft­ir­spurn­inni þrátt fyr­ir að næg kaup­geta sé fyr­ir hendi hjá íbú­um í þess­um sveit­ar­fé­lög­um.

Ég tel að það þurfi aðgerðir af hálfu stjórn­valda til að rjúfa þá stöðnun sem ríkt hef­ur í hús­bygg­ing­um á lands­byggðinni,“ er meðal ann­ars haft eft­ir Ásmundi Ein­ari Daðasyni, fé­lags- og barna­málaráðherra.

Heimild: Mbl.is