Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir á Reykjanesbraut geta tafið umferð

Framkvæmdir á Reykjanesbraut geta tafið umferð

251
0
Mynd: Hnit verkfræðistofa

Annað kvöld, 24. júlí, og fram á aðfaranótt fimmtudags verður umferð á Reykjanesbraut norðan Sprengisands færð yfir á bráðabirgðaveg vestan við Reykjanesbrautina.

<>

Búast má við einhverjum töfum á meðan verið er að færa umferðina yfir á annan veg til bráðabirgða, allar akreinar haldast þó opnar á meðan framkvæmdum stendur.

Þá verður hraði lækkaður í gegnum framkvæmdasvæðið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá verkfræðistofunni Hnit en framkvæmdin er liður í endurnýjun allra lagna veitukerfa frá Reykjanesbraut við Sprengisand í gegnum Elliðaárdalinn og upp með Rafstöðvarvegi.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir ásamt því að sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng, menn og tæki við vinnu eru nálægt akstursbrautum.

Heimild: Ruv.is