Home Fréttir Í fréttum Fyrsta bolt­an­um spyrnt í haust

Fyrsta bolt­an­um spyrnt í haust

228
0
Stál­grind knatt­húss­ins í Mos­fells­bæ rís hratt þessa dag­ana. mbl.is/​Helgi Bjarna­son

Fjöl­nota knatt­hús rís hratt þessa dag­ana á íþrótta­svæðinu á Varmá í Mos­fells­bæ. Í hús­inu verður aðstaða fyr­ir knatt­spyrnu­fólk en einnig æf­ingaaðstaða fyr­ir fleira íþrótta­fólk og göngu- og hlaupa­braut fyr­ir al­menn­ing.

<>

Knatt­húsið rís á milli íþótta­húss og gervi­grasvall­ar bæj­ar­ins. Það er tæp­ir 4.000 fer­metr­ar að grunn­flat­ar­máli. Sökkl­arn­ir eru steypt­ir og vegg­ir upp í hálfs ann­ars metra hæð.

Ofan á þá er reist stál­grind sem klædd verður með vönduðum plast­dúk á innra og ytra byrði.

Gervi­gras verður á knatt­spyrnu­vell­in­um sem verður 65 sinn­um 42 metr­ar að stærð og því rúm­lega hálf lög­leg stærð vall­ar. Tart­an-yf­ir­lag verður á 60 metra langri hlaupa­braut og göngu- og upp­hit­un­ar­braut verður lögð hring­inn í kring­um gervi­grasvöll­inn.

Við húsið verður stak­stætt sal­ern­is­hús en íþrótta­fólkið mun í upp­hafi nota þá bún­ings­klefa sem fyr­ir eru á svæðinu. Húsið verður hitað upp í 10-15 gráður.

Heimild: Mbl.is