Home Fréttir Í fréttum Fresta fram­kvæmd­um í Land­eyja­höfn

Fresta fram­kvæmd­um í Land­eyja­höfn

448
0
Land­eyj­ar­höfn. Mynd: mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Vega­gerðin hef­ur ákveðið að fresta breyt­ingu á hafn­ar­mynni Land­eyja­hafn­ar til næsta sum­ars. Til stóð að út­búa plön fyr­ir dælukr­ana á end­um hafn­argarðanna á grjót­fyllt­um stáltunn­um.

<>

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni kem­ur fram að hefja átti dæl­ingu með nýj­um dælu­búnaði síðla næsta árs, en búnaður­inn hef­ur verið keypt­ur og er kom­inn til lands­ins.

Áfram er miðað við að svo geti orðið, en dælu­búnaður­inn verður prófaður í haust og í vet­ur á öðrum stað en í hafn­ar­mynn­inu.

Fram kem­ur að sam­komu­lag hafi náðst við verk­tak­ann um þessa breyt­ingu, en hún er jafn­framt gerð í sam­ráði við skip­stjórn­ar­menn Herjólfs, sem telja ekki ráðlagt að ráðist sé í breyt­ingu á höfn­inni á sama tíma og reynsla er að kom­ast á sigl­ing­ar á nýja skip­inu.

Einnig er kost­ur að veður­skil­yrði eru sem best til fram­kvæmda við hafn­ar­mynnið snemm­sum­ars.

Unnið hef­ur verið að breyt­ingu á innri höfn­inni að und­an­förnu og verður henni lokið á næstu mánuðum. Breyt­ing­in felst í því að rýmka snún­ingspláss fyr­ir Herjólf og draga úr ókyrrð við hafn­ar­bakk­ann, sem eyk­ur ör­yggi sjófar­enda í höfn­inni.

Heimild: Mbl.is