Home Fréttir Í fréttum Mikil tækifæri fólgin í flugvallarborg

Mikil tækifæri fólgin í flugvallarborg

227
0
Mynd: RÚV

Fjármálaráðherra og fulltrúar Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Isavia undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um samstarf um skipulag og þróun lands í nágrenni Keflavíkurflugvallar, sem er í höndum þróunarfélagsins Kadeco.

<>

Helsta markmiðið er að efla atvinnustarfsemi og hagsæld á svæðinu, sem er í heildina 60 ferkílómetrar.

Stjórnarformaður félagsins, Ísak Ernir Kristinsson, segir mikil tækifæri felast í formi flugborgar, eins konar viðskiptaborgar í nágrenni við flugvöllinn, en verkefnið sé helst að þróa hefðbundið íslenskt hverfi.

Gæti kostað vel á annan milljarð
Kostnaðarmat til fimm ára segir að verkefnið geti kostað vel á annan milljarð. ,,En það er ekki hlutverk þessa félags að byggja upp hér á svæðinu, við erum að skapa jarðveginn, markaðssetja svæðin, teikna upp tækifærin og laða að aðila sem að hafa áhuga á að byggja hér upp,” segir Ísak Ernir.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir félagið ekkert hafa kostað ríkið þar sem það hafi fengið allar eignir Bandaríkjarhers en mjög háar fjárhæðir hafi skilað sér til ríkisins vegna Kateco.

,,Meira en 15 milljarðar á undanförnum áratug, milli 15 og 20 milljarðar, og við erum að gera ráð fyrir því að nokkur hundruð milljóna geti verið ráðstafað í þann kostnað sem að fellur til vegna starfsemi félagsins á næstu fimm árum,” segir Bjarni.

Ekki óeðlilegt að tengdasonurinn sé stjórnarformaður
Fjallað hefur verið um að stjórnarformaður Kadeco er í sambandi með dóttur Bjarna. Hvorugur telur þau tengsl hafa áhrif.

,,Það er engin þörf að gera ráðstafanir vegna þess, félagið er bara í góðum höndum engar breytingar fyrirhugaðar á því, nema að þegar við útfærum samstarfssamninginn sem við erum að leggja grunn að með þessari viljayfirlýsingu þá má gera ráð fyrir því að það verði breytt samsetning stjórnar og sveitarfélagin komi nær félaginu,” segir Bjarni Benediktsson.

Heimild: Ruv.is