Home Fréttir Í fréttum 700 á biðlista eft­ir íbúðum í Gufu­nesi

700 á biðlista eft­ir íbúðum í Gufu­nesi

93
0
Tölvu­mynd sem sýn­ir bygg­ing­ar í Gufu­nesi. Ljós­mynd/​Aðsend

Um sjö hundruð manns eru á biðlista eft­ir 120 íbúðum í Gufu­nesi. Níu lóðar­vil­yrði hjá Reykja­vík­ur­borg eru með ströng­um kvöðum til að koma til móts við ungt fólk og fyrstu kaup­end­ur.

<>

RÚV greindi frá þessu.

Íbúðirn­ar verða til sölu eða leigu og eru lóðar­vil­yrðin öll sam­hljóma. Fólk á aldr­in­um 18 til 40 ára hef­ur for­gang.

Ef tveir eða fleiri sækj­ast eft­ir sömu íbúðinni ganga þeir fyr­ir sem eru að kaupa fyrstu íbúðina sína. Ef all­ir eru að kaupa sína fyrstu íbúð er dregið um hver fær íbúðina.

Selj­ist íbúðin ekki til for­gangs­hóps­ins inn­an þriggja vikna frá aug­lýs­ingu í fjöl­miðlum er heim­ilt að setja hana á sölu fyr­ir al­menn­an markað.

Heimild: Mbl.is