Home Fréttir Í fréttum Dæmd til að greiða verk­taka 37 millj­ón­ir

Dæmd til að greiða verk­taka 37 millj­ón­ir

351
0
Mynd: mbl.is/Þ​or­geir Bald­urs­son

Hæstirétt­ur dæmdi í dag Vaðlaheiðargöng hf. til að greiða verk­tak­an­um Ósafli hf. rúm­ar 37 millj­ón­ir króna vegna 1,2% lækk­un­ar á efn­is­gjaldi sem samið var um eft­ir að virðis­auka­skatt­ur var lækkaður.

<>

Virðis­auka­skatt­ur á Íslandi var lækkaður úr 25,5% í 24% í upp­hafi árs 2015 og fóru Vaðlaheiðargöng þess á leit við verk­tak­ann, Ósafl, að um­samið ein­ing­ar­verð, sem hafði verið fast­sett með virkis­auka­skatti, skyldi lækkað sem því nem­ur.

Fyr­ir dómi gekkst Ósafl við því að Vaðlaheiðargöng­um hefði verið heim­ilt að krefjast lækk­un­ar ein­ing­ar­verðsins, en að sú lækk­un skyldi end­ur­spegla raun­veru­lega lækk­un á inn­kaupsverði, sem væri minni.

Komst dóm­ur­inn að þeirri niður­stöðu að heild­aráhrif skatt­breyt­ing­anna hefðu numið tæp­um 14 millj­ón­um til hags fyr­ir Ósafl, en sú lækk­un ein­ing­ar­verðs sem Vaðlaheiðargöng hf. hefðu krafið fyr­ir­tækið um nam um 51 millj­ón króna.

Voru Vaðlaheiðargöng því dæmd til að end­ur­greiða Ósafli mis­mun­inn, rúm­ar 37 millj­ón­ir króna, en kröf­um Ósafls um vexti á þá upp­hæð var vísað frá.

Þá fell­ur máls­kostnaður fyr­ir Hæsta­rétti og Lands­rétti á rík­is­sjóð.

Er þetta þriðja ólíka niðurstaðan sem fæst í dóms­málið á dóm­stig­un­um þrem­ur, en í héraðsdómi höfðu Vaðlaheiðargöng verið dæmd til að end­ur­greiða alla lækk­un­ina, 51 millj­ón króna.

Lands­rétt­ur sýknaði hins veg­ar Vaðlaheiðargöng, áður en Hæstirétt­ur fann milli­veg­inn, end­ur­greiða skyldi 37 millj­ón­ir króna.

Heimild: Mbl.is