Home Fréttir Í fréttum Vega­fram­kvæmdir á Hring­braut að­fara­nótt mið­viku­dags

Vega­fram­kvæmdir á Hring­braut að­fara­nótt mið­viku­dags

166
0
Mynd: Reykjavíkurborg

Til stendur að malbika báðar akreinar á Hringbraut, frá Melatorgi að Sæmundagötu þriðjudagskvöldið 25. júní og aðfaranótt miðvikudags 26. júní.

<>

Munu framkvæmdir standa yfir frá kl. 19:00 til 06:00 næsta morgun ef veður leyfir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Auk þess stendur til að fræsa tvær akreinar á Hringbraut, frá gatnamótum við Njarðargötu og fram yfir gatnamót við Nauthólsveg.

Aðeins verður annarri akreininni lokað í einu. Þær framkvæmdir munu standa yfir frá kl. 19:00 til 04:00.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni stendur: „Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin.

Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.“

Heimild: Visir.is