Home Fréttir Í fréttum Ný íþróttamannvirki Reykjanesbæjar: Framkvæmdir hefjast á næsta ári

Ný íþróttamannvirki Reykjanesbæjar: Framkvæmdir hefjast á næsta ári

353
0

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar leggur áherslu á að framkvæmdir við ný íþróttamannvirki fyrir allar deildir verði settar á fjárhagsáætlun á næstu árum.

<>

Mannvirkin yrðu staðsett við afreksbraut, aftan við Reykjaneshöll.

Samkvæmt tillögu sem ráðgjafar Capacent unnu fyrir Reykjanesbæ myndu Körfuknattleiksdeildir Keflavíkur og Njarðvíkur notast við sama húsnæði og knattspyrnudeildirnar við sama völlinn á miðlægu íþróttasvæði.

Þá er stefnt á byggingu fimleikahúss auk húsnæðis fyrir allar bardagaíþróttir, skotdeild, golfklúbb og lyftingadeild.

ÍT ráð leggur áherslu á að uppbygging á svæðinu hefjist á næsta ári með byggingu á fullbúnum gervigraskeppnisvelli fyrir Keflavík og Njarðvík með stúku sem rúmar um 2.000 manns.

Áætlunin sem ÍT ráð leggur til að farið verði eftir við uppbygginguna:

2019 • Unnið með niðurstöður Capacent og stillt upp þörfum íþróttafélaganna varðandi Afreksbraut
• Teiknað upp framtíðarsvæði við Afreksbraut í samstarfi við USK og ÍT ráð
• Áhersla lögð á að tengja hjóla- og göngustíga úr nærliggjandi hverfum

2020
• Hafist handa við byggingu á fullbúnum gervigraskeppnisvelli fyrir Keflavík og Njarðvík með stúku og búningaaðstöðu vestan Reykjaneshallar
• Ný áhaldageymsla við Reykjaneshöll

2021
• Hafist handa við hönnun á fjölnota íþróttahúsi við Afreksbraut sem staðsett verður á svæðinu milli æfingavalla Keflavíkur og Njarðvíkur í knattspyrnu.

Í íþróttahúsinu verður keppnisvöllur fyrir körfuknattleiksdeildir Reykjanesbæjar, framtíðaraðstaða fyrir fimleikadeild og bardagaíþróttir, aðstaða fyrir skotdeild, lyftingar, golfklúbb ásamt félagsaðstöðu fyrir allar deildir

2022-2026
• Hafist handa við byggingu fjölnota íþróttahúss sem verður byggt í áföngum
• ÍT ráð leggur áherslu á að keppnishús fyrir körfuknattleik og aðstaða fyrir fimleikadeild verði byggð í fyrstu áföngum byggingarinnar

Heimild: Sudurnes.net