Home Fréttir Í fréttum Smíðar eru ekki fjar­læg­ar guðspjöll­um

Smíðar eru ekki fjar­læg­ar guðspjöll­um

212
0
Séra Sig­urður Jóns­son. Mynd: Mbl.is

Sr. Sig­urður Jóns­son, sókn­ar­prest­ur í Áskirkju í Reykja­vík und­an­far­in 13 ár, út­skrifaðist úr húsa­smíði í kvöld­skóla Fjöl­brauta­skól­ans í Breiðholti á dög­un­um.

<>

„Ég held því fram að það sé mjög gott fyr­ir alla, og ekki síst presta, sem fást við and­leg viðfangs­efni, að hafa eitt­hvert hand­verk að að hverfa,“ seg­ir hann og bæt­ir við að hand­verk­inu fylgi mik­il hvíld.

„Ég er úr sveit og þar þurfti ég að geta rekið sam­an fjár­hús­grind­ur og gert við girðing­ar og í seinni tíð hef­ur blundað í mér að læra bet­ur til þess­ara verka, læra á tré­smíðavél­arn­ar og geta orðið meira sjálf­bjarga, fækka þumalputt­un­um,“ seg­ir Sig­urður um ástæður þess að hann fór í námið.

„Svo stend­ur til að byggja sum­ar­bú­stað og ekki er verra að geta reist hann sjálf­ur.“

Námið hófst 2013. Sig­urður tók einn til tvo áfanga á önn nema hvað tvö ár duttu út. Hann seg­ist hafa haft mikla ánægju af nám­inu en bend­ir á að hann þurfi að fá 72 vikna samn­ing til þess að ljúka sveins­prófi.

„Kenn­ar­arn­ir sögðu reynd­ar að ég væri bú­inn að vera svo lengi við störf hjá meist­ar­an­um, það er frels­ar­an­um, að sveins­prófið væri auka­atriði.“

Heimild: Mbl.is