Home Fréttir Í fréttum Framvinda við Dýrafjarðargöng

Framvinda við Dýrafjarðargöng

230
0
Fyrsta steypufæra í yfirbyggingu vegskálans í Dýrafirði steypt. Mynd: BB.is

Í Dýrafjarðagöngunum var haldið áfram með lagningu frárennslis- dren- og ídráttarlagna í hægri vegöxl og er nú búið að leggja um 1.800 metra auk þess sem byrjað var að leggja drenlögn í vinstri vegöxl.

<>

Vinna við lokastyrkingar á kaflanum frá gegnumbroti og að Arnarfirði er nánast búin en klárað var að setja bergbolta og sprautusteypa í vinstri vegg alla leið að munna.

Einungis er eftir að klára að sprauta í þekjuna á stöku stað. Í framhaldinu verður svo farið í lokastyrkingar á kaflanum frá gegnumbroti að munnanum í Dýrafirði.

Haldið var áfram með að merkja fyrir boltafestingum fyrir vatnsvörn og bora fyrir boltunum auk þess sem byrjað er að festa bolta í veggi og þekju.

Efni var keyrt í vegfyllingu í göngunum á stuttum kafla.

Vinna við uppsteypu á fyrsta tæknirýminu í göngunum hófst en í heildina eru fjögur tæknirými í göngunum.

Klárað var að steypa sökklana fyrir vegskálanum í Dýrafirði og er búið að steypa fyrstu tvær steypurnar í yfirbyggingunni.

Haldið var áfram með vegagerð í Dýrafirði og var aðallega unnið við skeringar og fyllingar í fláafleyga.

Haldið var áfram með mölun á efni úr Nautahjalla en efnið verður notað í efri lög vegarins.

Heimild: BB.is