Home Fréttir Í fréttum Eitt tilboð barst í framkvæmdir við Grindavíkurveg

Eitt tilboð barst í framkvæmdir við Grindavíkurveg

391
0
Mynd: Hilmar Bragi Bárðarson

Eitt tilboð barst í framkvæmdir við Grindavíkurveg, en tilboð í verkið voru opnuð þann 12. júní síðastliðinn.

<>

Verkið fellst í gerð framúrakstursreina, breiddaraukningu í vegamótum við Seltjörn, lengingu fléttureina í vegamótum við Norðurljósaveg ásamt gerð hliðartenginga og stíga.

Þá verða sett upp vegrið á um sex kílómetra köflum á veginum.

Eina tilboðið í verkið kom frá Loftorku og hljóðaði það upp á 570.990.000.

Tilboðið var því rétt ofan við kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar sem hljóðaði upp á um 566 milljónir króna.

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. nóvember í ár.

Athygli vakti að stærsta verktakafyrirtækið á Suðurnesjum, Ellert Skúlason ehf. bauð ekki í verkið, en Vegagerðin hafnaði tilboði fyrirtækisins í tvöföldun Reykjanesbrautar fyrr í sumar þar sem þrjú fyrirtæki sem buðu saman í verkið,

Ellert Skúlason, Borgarvirki og GT-verktökum, stóðust ekki skilyrði um að hafa áður unnið verkefni af ákveðinni stærðargráðu.

Þá hefur Vegagerðin boðið út gerð steyptra undirganga og stígtenginga við þau undir Grindavíkurveg við Suðurhóp í Grindavík á næstunni og eiga þau undirgöng að vera tilbúin til notkunnar þann 15. september næstkomandi.

Heimild: Sudurnes.net