Home Fréttir Í fréttum Hagnaður BASALT dregst saman

Hagnaður BASALT dregst saman

304
0
BASALT arkitektar komu að hönnun The Retreat lúxushótelsins í Bláa Lóninu. Aðsend mynd/vb.is

BASALT arkitektar högnuðust um 37 milljónir króna á síðasta rekstrarári samanborið við 52 milljóna króna hagnað árið áður.

<>

BASALT arkitektar, sem komu meðal annars að hönnun lúxushótelsins The Retreat í Bláa lóninu, högnuðust um rúmlega 37 milljónir króna á síðasta rekstrarári samanborið við 52 milljóna króna hagnað árið áður.

Rekstrartekjur arkitektastofunnar námu tæplega 240 milljónum króna samanborið við 248 milljónir árið áður.

Rekstrargjöld námu 196 milljónum króna og jukust um 12 milljónir á milli ára. Eignir námu 79 milljónum króna og eigið fé arkitektastofunnar nam 38 milljónum króna.

Eiginfjárhlutfall var því 48% í árslok 2018.
Laun og launatengd gjöld námu tæplega 165 milljónum króna, en 18 manns störfuðu hjá fyrirtækinu í fyrra. Hrólfur Karl Cela er framkvæmdastjóri BASALT arkitekta, en hann á jafnframt 22,22% hlut í stofunni. Aðrir hluthafar eru þau Sigríður Sigþórsdóttir, sem á 55,56% hlut í stofunni og Marcos Zotes, sem á 22,22% hlut.

Heimild: Vb.is