Home Fréttir Í fréttum Flytja í Garðabæ eft­ir 80 ár í Borg­ar­túni

Flytja í Garðabæ eft­ir 80 ár í Borg­ar­túni

199
0
Hug­mynda­teikn­ing að nýju hús­næði Vega­gerðar­inn­ar við Suður­hraun 3 í Garðabæ. Í miðjunni er gert ráð fyr­ir þriggja hæða skrif­stofu­bygg­ingu, auk geymslu­hús­næðis á einni hæð beggja vegna við húsið, auk ríf­legs úti­svæðis kring­um húsið. Teikn­ing

Vega­gerðin mun á næstu 14 mánuðum flytja höfuðstöðvar sín­ar frá Borg­ar­túni í Reykja­vík í Suður­hraun 3 í Garðabæ.

<>

Reg­inn og fram­kvæm­a­sýsla rík­is­ins hafa gert samn­ing um upp­bygg­ingu og leigu á nýj­um höfuðstöðvum á þess­um stað, en þangað verður einnig flutt þjón­ustu­stöð Vega­gerðar­inn­ar í Hafnar­f­irði og aðstaðan sem Vega­gerðin hafði í Vest­ur­vör í Kópa­vogi.

G. Pét­ur Matth­ías­son, upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerðar­inn­ar, seg­ir í sam­tali við mbl.is að málið hafi verið í skoðun í tals­verðan tíma.

Fyrst fyr­ir hrun, en í kjöl­far hruns­ins hafi verið hætt við. Svo fór málið aft­ur af stað árið 2013 í kjöl­far sam­ein­ing­ar sam­göngu­stofn­ana, þegar hluti Sigl­inga­stofn­un­ar fór til Vega­gerðar­inn­ar.

Síðasta sum­ar bauð fram­kvæm­a­sýsl­an út verk­efnið og var það svo end­ur­tekið í októ­ber. Meðal þeirra sem skilaði inn til­boði var Reg­inn og var niðurstaðan eft­ir tals­verða skoðun að semja við fyr­ir­tækið.

Samn­ing­ur­inn er til 20 ára og fel­ur hann í sér lang­tíma­leigu á 6.000 fer­metra skrif­stofu og geymslu­hús­næði. Þá er 9.000 fer­metra úti­svæði á lóðinni. Sam­kvæmt hug­mynd­um verður geymslu­hús­næðið á einni hæð en skrif­stofu­bygg­ing­in á þrem­ur hæðum.

Helgi S. Gunn­ars­son, for­stjóri Reg­ins, seg­ir í sam­tali við mbl.is að Reg­inn eigi þrjár lóðir á þessu svæði. Suður­hraun 1, 2 og 3. Unnið sé að deilu­skipu­lagi þar og horft sé á reit­inn sem end­ur­skipu­lagn­inga­verk­efni.

Seg­ir hann hug­mynd­ina að taka eldri bygg­ing­ar og umbreyta þeim og koma í leigu til nýrra aðila. Þannig hafi Suður­hella 3 und­an­farið verið í skamm­tíma­leigu og nýtt í tíma­bund­in verk­efni. Sem stend­ur er þar geymslu­hús­næði sem fatafram­leiðand­inn Icewe­ar hef­ur til af­nota.

Helgi seg­ir að hluti af nú­ver­andi húsi við Suður­hraun 3 verði rif­inn og nýtt byggt í staðinn. Hluti af nú­ver­andi húsi verði þó áfram nýtt­ur. Sem fyrr seg­ir verður nýja húsið sam­tals 6 þúsund fer­metr­ar.

Heimild: Mbl.is