153 nemendur útskrifuðustu úr Fjölbrautaskólanum í Breiðholti við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpu á þriðjudaginn síðastliðinn.
Alls útskrifuðust 83 nemendur með stúdentspróf, 12 sjúkraliðar, 20 húsasmiðir, 24 rafvirkjar, 11 nemendur af snyrtibraut og 10 nemendur af starfsbraut. Þúsundasti rafvirkinn var útskrifaður úr FB.
Dúx skólans var Guðmundur Freyr Gíslason stúdent af náttúruvísindabraut með einkunnina 9.49. Hann sópaði að sér flestum verðlaunum. Hann fékk verðlaun fyrir bestan árangur í raungreinum, stærðfræði og spænsku. Þá hlaut hann einnig menntaverðlaun Háskóla Íslands.
Semídúx var Ásta Kristín Marteinsdóttir stúdent að loknu sjúkraliðanámi með einkunnina 9.43
Yngsti stúdentinn sem útskrifaðist er Erla María Theódórsdóttir afnáttúruvísindabraut en hún er aðeins17 ára og lýkur stúdentsprófi á tveimur árum.
Ávörp nýstúdenta fluttu þau Guðmundur Freyr Gíslason náttúruvísindabraut og Guðrún Marta Jónsdóttir myndlistarbraut.
Melkorka Rós Hjartardóttir nemandi við skólann við undirleik Fannars Pálssonar.
Hrafn Bogdan Seica Haraldsson nýstúdent lék á gítar og söng frumsamið lag við eigin texta
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari stýrði athöfninni og Elvar Jónsson aðstoðarskólameistari flutti ávarp.
Heimild: Mbl.is