Home Fréttir Í fréttum Þúsund­asti raf­virk­inn út­skrifaðist úr FB

Þúsund­asti raf­virk­inn út­skrifaðist úr FB

143
0
153 nem­end­ur út­skrifuðustu úr Fjöl­brauta­skól­an­um í Breiðholti við hátíðlega at­höfn í Silf­ur­bergi Hörpu. Ljós­mynd/​Aðsend

153 nem­end­ur út­skrifuðustu úr Fjöl­brauta­skól­an­um í Breiðholti við hátíðlega at­höfn í Silf­ur­bergi Hörpu á þriðju­dag­inn síðastliðinn.

<>

Alls út­skrifuðust 83 nem­end­ur með stúd­ents­próf, 12 sjúkra­liðar, 20 húsa­smiðir, 24 raf­virkj­ar, 11 nem­end­ur af snyrti­braut og 10 nem­end­ur af starfs­braut. Þúsund­asti raf­virk­inn var út­skrifaður úr FB.

Dúx skól­ans var Guðmund­ur Freyr Gísla­son stúd­ent af nátt­úru­vís­inda­braut með ein­kunn­ina 9.49. Hann sópaði að sér flest­um verðlaun­um. Hann fékk verðlaun fyr­ir best­an ár­ang­ur í raun­grein­um, stærðfræði og spænsku. Þá hlaut hann einnig mennta­verðlaun Há­skóla Íslands.

Semídúx var Ásta Krist­ín Marteins­dótt­ir stúd­ent að loknu sjúkra­liðanámi með ein­kunn­ina 9.43

Yngsti stúd­ent­inn sem út­skrifaðist er Erla María Theó­dórs­dótt­ir af­nátt­úru­vís­inda­braut en hún er aðeins17 ára og lýk­ur stúd­ents­prófi á tveim­ur árum.

Ávörp ný­stúd­enta fluttu þau Guðmund­ur Freyr Gísla­son nátt­úru­vís­inda­braut og Guðrún Marta Jóns­dótt­ir mynd­list­ar­braut.
Mel­korka Rós Hjart­ar­dótt­ir nem­andi við skól­ann við und­ir­leik Fann­ars Páls­son­ar.

Hrafn Bogd­an Seica Har­alds­son ný­stúd­ent lék á gít­ar og söng frum­samið lag við eig­in texta
Guðrún Hrefna Guðmunds­dótt­ir skóla­meist­ari stýrði at­höfn­inni og Elv­ar Jóns­son aðstoðarskóla­meist­ari flutti ávarp.

Heimild: Mbl.is