Home Fréttir Í fréttum 19.06.2019 Þjóðgarðsmiðstöð Hellissandi – Byggingarútboð

19.06.2019 Þjóðgarðsmiðstöð Hellissandi – Byggingarútboð

346
0

Verkið felst í uppbyggingu nýrrar Þjónustumiðstöðvar í Þjóðgarði Snæfellsjökuls á Hellissandi.

<>

Bygging gestastofunnar mun hýsa fjölbreytta starfsemi þjóðgarðsins. Húsgrunnur nýbyggingar samanstendur af tveimur megin byggingum er tengjast með miðrými.

Hluti byggingar kragar út yfir grunna, þar sem ekki má valda yfirborðsskemmdum á landi umfram það sem óhjákvæmilegt er. Húsið er á einni hæð staðsteypt og stálvirki að hluta, klætt með lerki og cortens stáli.

Búið er að grafa fyrir húsi, grafa og fylla í bílastæði og setja upp heildargirðingu fyrir svæðið. Jarðvinna í þessu verki felst í að fylla í sökkla, fylla að húsi, grafa og endurfylla í lagnaskurði undir og meðfram húsi ásamt lóðarfrágangi.

Um alla jarðvinnu gildir að lágmarka skal allt jarðrask, þannig að yfirborð lands umhverfis mannvirkin verði eins óhreyft eða ósnortið og mögulegt er.

Í fyrra útboði var vinnusvæðið girt af. Verktaki tekur við þessum girðingum, sér um að viðhalda þeim til að hindra óviðkomandi umferð fari um svæðið. Verktaki tekur á sama hátt við aksturshliði og gönguhliði og sér til þess að þau séu lokuð utan vinnutíma.

Byggingarreiturinn er á hornlóð og liggur þjóðvegur í þéttbýli, Útnesvegur, með henni að norðanverðu. Norðan við þjóðveginn er íbúðabyggð Hellissands.

Helstu stærðir:
Lóð: 11.340 m²
Brúttó flötur byggingar: 698 m²
Brúttó rúmmál: 2.400 m³,
Bílastæði á lóð: 55 stæði

 

Sjá frekari upplýsingar