Home Fréttir Í fréttum 12.06.2019 Dettifossvegur (862) Hólmatungur – Ásheiði

12.06.2019 Dettifossvegur (862) Hólmatungur – Ásheiði

367
0
Frá Dettifossvegi Mynd: Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson

Vegagerðin býður hér með út nokkra verkhluta nýbyggingar Dettifossvegar (862).

<>

Á Dettifossvegi skal leggja burðarlag og klæðingu á um 7,2 km kafla ofan Vesturdals og byggja nýjan 4,2 km langan veg neðan Vesturdals.

Byggja skal frá Dettifossvegi 2,7 km langan veg niður í Hólmatungur, 1,6 km langan veg niður í Vesturdal og 1,5 km langan veg upp á Langavatnshöfða. Auk þess skal gera nokkra áningastaði.

Helstu magntölur eru:

– Bergskeringar 7.600 m3

– Fyllingar 144 .100 m3

– Fláafleygar 37.400 m3

– Ræsalögn 323 m

– Styrktarlag 73.600 m3

– Burðarlag 27.500 m3

– Efnisvinnsla 40.000 m3

– Malbik 13.320 m2

– Klæðing neðra lag 125.000 m2

– Klæðing efra lag 153.500 m2

– Frágangur fláa og náma 292.000 m2

Verkinu skal að fullu lokið 1. september 2021.

Útboðsgögnin eru afhent hjá Vegagerðinni, Miðhúsavegi 1, 600 Akureyri og í móttöku Vegagerðarinnar, Borgartúni 7, 105 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 28. maí, 2019.

Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 12. júní 2019 og kl. 14:15 sama dag verða tilboðin opnuð á sömu stöðum að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.