Home Fréttir Í fréttum 04.06.2019 Úlfarsárdalur – stækkun hverfis. Leirtjörn – umhverfisfrágangur 3. áfangi

04.06.2019 Úlfarsárdalur – stækkun hverfis. Leirtjörn – umhverfisfrágangur 3. áfangi

374
0
Mynd: Haraldur Guðjónsson /vb.is

F.h. Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboðum í eftirfarandi verk:

<>

Úlfarsárdalur – stækkun hverfis. Leirtjörn – umhverfisfrágangur – 3.áfangi, útboð nr. 14553

Um er að ræða :
· Fullnaðarfrágangs á Leirtjörn með botnþéttingu(tjarnardúk) en búið er að grafa út fyrir tjörninni að mestu leyti.
· Útjöfnun efnis og landmótun á svæði milli hverfis og Leirtjarnar
· Burðarlag stígs frá Gæfutjörn að útrás og jarðvegsskipti á boltasvæði
· Greftri á rás í tjarnarbotni frá lágpunkti Leirtjarnar að útrás
· Grjóthleðslum meðfram tjarnarbakka og í hólma út í tjörninni ásamt lagningu grasþakna meðfram grjótvörn
· Grjóthleðsla í útrás við steypt yfirfall
· Gerð steypts yfirfalls við útrás Leirtjarnar ásamt botnloka og lögnum
· Formun og frágang ofanvatnsrása
· Lögn ræsa undir stíg ásamt endafrágangi við ofanvatnsrásir og í grótvörn við tjarnarbakka
· Grassáningu með landgræðslublöndu og á boltavöll
· Gróðursetningu vatnagróðurs við tjarnarbakka

Helstu magntölur eru:
· Tjarnardúkur 17.400 m2
· Gröftur og tilfærsla efnis 9.700 m3
· Fyllingar með aðkeyrðu efni 1.400 m3
· Grjóthleðsla við tjarnarbakka og hólma 280 m
· Formun ofanvatnsrása 70 m
· Steypa vegna yfirfalls 1 heild
· Þökulögn 750 m2
· Grassáning 15.500 m2

Skiladagur verksins er 1. nóvember 2019.

Útboðsgögn verða eingöngu aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 14:00 þriðjudaginn 21. maí 2019 á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is . Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella á „Register“.

Vakin er athygi á að senda verður fyrirspurnir í gegnum útboðsvef innkaupadeildar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef innkaupadeildar Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 4. júní 2019.

Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur, nema að bjóðendur óski sérstaklega eftir því. Beiðni verður að hafa borist innkaupadeild 2 virkum dögum fyrir opnun tilboða, á netfangið utbod@reykjavik.is