Home Fréttir Í fréttum Hætta við 100 íbúðir á Veðurstofureit

Hætta við 100 íbúðir á Veðurstofureit

277
0
Svona átti byggðin á Veðurstofureitnum að líta út. Aðsend mynd /vb.is

Heimavellir náðu ekki saman við borgina um Reykjavíkurborg um byggingu 100 smárra leiguíbúða á Veðurstofureit.

<>

Heimavellir hafa fallið frá hugmyndum að byggja 100 leiguíbúðir á Veðurstofureitnum við Bústaðaveg.

Til stóð að reisa smáíbúðir í samstarfi við Ístak, Eflu og Glámu-Kím sem vonast var að yrðu tilbúnar í byrjun árs 2021.

Heimavellir greina nú frá því Reykjavíkurborg og félagið nái ekki saman um grundvallarforsendur verkefnisins og því hafi Heimavellir ákveðið að segja sig frá verkefninu.

Hagnaður Heimavalla nam 93 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í gær.

Það er sex milljónum króna lægri hagnaður en fyrir ári. Þá vekur athygli að félagið hefur selt fasteignir fyrir 3,2 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins og bókfærir söluhagnað upp á 133 milljónir króna vegna þess.

Leigutekjur námu 897 milljónum króna en voru 906 milljónir fyrir ári. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu nam 539 milljónum króna og hækka um sex milljónir á milli ára.

Fjármagnsgjöld nema á móti 589 milljónum króna en voru 656 milljónir króna fyrir ári.

Matsbreyting nam 34 milljónum og að viðbættum 133 milljóna söluhagnaði var rekstrarhagnaður 705 milljónir króna. Handbært fé frá rekstri nam 135 milljónum en var 80 milljónir fyrir ári.

Eignir félagsins námu ríflega 57 milljörðum króna í lok mars, eigið fé tæplega 19 milljörðum og skuldir 38,5 milljörðum króna.

Heimild: Vb.is