Home Fréttir Í fréttum Sex milljón króna búnaði stolið af vinnuvélum ÍAV

Sex milljón króna búnaði stolið af vinnuvélum ÍAV

777
0
Mynd: ÍAV

Búnaði að verðmæti á sjöttu milljón króna var stolið af vinnuvélum ÍAV einhverntíman á undanförnum þremur dögum.

Um er að ræða GPS tæki sem notuð eru við jarðvinnuframkvæmdir.
Vinnuvélarnar stóðu við Suðurlandsveg, mjög nálægt þjóðveginum, önnur ofan við Eldhesta og hin við Hitaveituna við Friðarminni við gatnamótin á Hvammsvegi.

Ef einhver hefur séð menn vera að gera eitthvað við ýturnar á þessum tíma endilega látið vita annað hvort til verkstjóra ÍAV á svæðinu í síma 6608160 eða beint til lögreglu. Þetta tjón er metið á um 5,4 miljónir.

Heimild: Sudurnes.net