Home Í fréttum Niðurstöður útboða Tilboð opnuð vegna starfsmannaaðstöðu í Árbæ á Bolungarvík

Tilboð opnuð vegna starfsmannaaðstöðu í Árbæ á Bolungarvík

166
0
Mynd: Vikari.is

G.Ó.K. húsasmíði ehf var eini aðilinn sem bauð í gerð nýrrar starfsmannaaðstöðu í Íþróttamiðstöðinni Árbæ í Bolungarvík en tilboð í verkið voru opnuð sl. þriðjudag. Tilboð G.Ó.K. húsasmíði ehf hljóðaði upp kr. 6.257.500 eða 6,5% yfir kostnaðaráætlun hönnuða sem var kr. 5.875.459. Bæjarráð Bolungarvíkur samþykkti á fundi sínum sl. þriðjudag að ganga til samninga við G.Ó.K. húsasmíði ehf á grundvelli tilboðsins. Gert er ráð fyrir að verkið verði unnið í haust og eru verklok áætluð í nóvember.

<>

Heimild: Vikari.is