Verk þetta felst í gerð hjólastígs sunnan Bústaðavegar frá Háaleitisbraut að Hörgslandi og þverun gatnamóta með hellulögnum að hluta. Hjólastígurinn verður 2,5 m breiður og malbikaður, en gönguþverandi yfir gatnamót að mestu hellulagðar. Á hluta stígarins á milli Háaleitisbrautar og Eyrarlands þ.e. þar sem stígur liggur á bak við jarðvegsmön verður sett upp lýsing auk þess sem lagður verður háspennustrengur í stígstæðið næst Háaleitisbraut. Í gegnum gatnamót sem tekin verða upp verða lögð ídráttarrör á vegum OR og Mílu. Færa þarf til götuvita og bæta við ljósabúnaði fyrir hjólandi og setja upp eða færa skynjara. Við Grensásveg færist gönguleiðin yfir Bústaðaveg að vestan og þarf að gera breytingar í miðeyju götunnar vegna þess. Breyta þarf yfirborðsmerkingum í samræmi við nýja hönnun.
Helstu magntölur eru:
Uppúrtekt | 3.000 m3 |
Grúsarfylling | 1.800 m3 |
Malbikun | 2.350 m2 |
Hellulögn | 1.600 m2 |
Strengjaskurðir | 400 m |
Reisa ljósastólpa | 9 stk. |
Færsla á götuvitum | 11 stk. |
Lokaskiladagur verksins er 15. október 2015.
Útboðsgögn á geisladiski verða seld á 3.000 kr. frá þriðjudeginum 9. júní 2015 í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12–14, 1.hæð, 105 Reykjavík.
Opnun tilboða: Þriðjudaginn 23. júní 2015 kl. 10:00, í Borgartúni 12-14, 105 Reykjavík. Tilboðum skal skilað í þjónustuver Reykjavíkurborgar.