Home Fréttir Í fréttum Framvinda við vinnu Dýrafjarðarganga

Framvinda við vinnu Dýrafjarðarganga

156
0
Mynd: BB.is

Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í viku 15 við vinnu Dýrafjarðarganga.

<>

Í viku 15 var grafið fram að gegnumbroti og eftir síðustu sprenginguna, sem var framkvæmd 12. apríl sást glitta yfir í göngin Arnarfjarðarmegin.

Til gamans má geta þess að hún átti sér stað kl.19:17 en gröftur hófst 12. September í Dýrafirði 2017 og í Arnarfirði var byrjað 12.október 2018.

Næstkomandi miðvikudag þann 17. apríl verður svo síðasta haftið tekið með viðhafnarsprengingu.

Á  grafinu hér fyrir neðan má sjá framvindu við gröft ganganna frá byrjun.

Mynd: BB.is/Vegagerðin

Grafið var í basalti og smávegis kargabasalti. Efni úr göngunum var keyrt á lager til seinni nota.
Í göngunum Arnarfjarðarmeginn var haldið áfram með lagnavinnu.

Í vegagerð Dýrafjarðarmegin var unnið við grjótröðun sem er langt komin. Að auki var haldið áfram með vinnslu efnis úr Nautahjallanámu og mokstur úr skeringum en efnið úr þeim hefur farið í vegfyllingu og fláafleyga.

Í vegskálanum í Dýrafirði var haldið áfram við að steypa þrifalög og sökkla. Byrjað var að reisa krana sem verður notaður við uppsteypu á vegskálanum.

Heimild: BB.is