Home Fréttir Í fréttum Vilja óháða úttekt á Landeyjahöfn

Vilja óháða úttekt á Landeyjahöfn

139
0
Herjólfur við bryggju í Landeyjahöfn. Mynd úr safni. Mynd: Sighvatur Jónsson - RÚV

Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir að óskað hafi verið eftir að óháð úttekt verði gerð á Landeyjahöfn. Verktakinn sem sinnir dýpkun hafi ekki tæknilega getu til að sinna verkinu. Útboðið hafi verið gallað og bjóða ætti verkið út aftur.

<>

Enn hefur ekki tekist að opna Landeyjahöfn eftir veturinn. Á síðasta ári var höfnin opnuð 5. mars að sögn Írisar Róbertsdóttur bæjarstjóra.

Hún segir að við athugun snemma í vetur hafi komið í ljós að litill sandur verið í höfninni. Verktakinn sem samið hafi verið við hafi hins vegar ekki þann tækjabúnað sem þurfi og bent hafi verið á það. Hún segir ófremdarástand á höfninni.

„Þannig að við höfum farið fram á að það verði gerð óháð úttekt á höfninni. Hvað þarf til að gera þessa höfn þannig úr garð að það sé hægt að nota hana meira og dæla minna,“ sagði Íris Róbertsdóttir í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.

Hún segir málið allt eina sorgarsögu.
„Já, þetta er bara svolítil sorgarsaga vegna þess að það er alveg rosalega leiðinlegt að vera í þeirri stöðu í dag að geta sagt, vVið sögðum ykkur þetta.

Það eru til fleiri, fleiri bókanir úr bæjarstjórn og bæjarráði, við tókum fundi með Vegagerðinni, fórum í gegnum þetta allt saman.

Sögðum að þetta yrði svona, aðilinn hefði ekki tæknilega getu, það voru gallar í útboðinu og við vildum að Vegagerðin myndi hafna öllum tilboðunum og bjóða út aftur og laga gallana í útboðinu.

En þetta var niðurstaðan og það eru því miður við sem sitjum uppi með afleiðingarnar.“

Heimild: Ruv.is