Home Fréttir Í fréttum Bygging nýs fjölbýlishúss við Sindragötu á Ísafirði gengur vel

Bygging nýs fjölbýlishúss við Sindragötu á Ísafirði gengur vel

258
0
Íbúðaskipan á Sindragötu 1, 1. og 2. hæð. Mynd: BB.is

Bygging nýs fjölbýlishúss við Sindragötu á Ísafirði er vel á veg komin, en í þessari viku er verið að steypa plötu yfir aðra hæð hússins.

<>

Íbúðirnar verða mjög fljótlega komnar í söluferli hjá Fasteignasölu Vestfjarða.

Endanleg skilalýsing, þ.e.a.s. nákvæm útlistun á innréttingum, gólfefnum o.s.frv., mun liggja fyrir þegar íbúðirnar verða auglýstar til sölu.
Daníel Jakobsson, formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar, segir að upphaflega hafi hugmyndin verið að koma íbúðunum á leigumarkað, en síðar hafi verið ákveðið að bjóða þær til sölu.

„Þetta verða glæsilegar íbúðir á frábærum stað sem gætu til að mynda hentað eldra fólki sem vill minnka við sig, en það hefur verið vöntun á fjölbýlishúsum með lyftu á Ísafirði.

Íbúðirnar eru 13 talsins, allt frá 52 og upp í 140 fermetrar að stærð að meðtöldum bílskúr. Á fyrstu hæð eru fimm íbúðir, fimm á annarri hæð og þrjár á þeirri efstu“, segir Daníel.

Framkvæmdaaðili er Ísafjarðarbær, Vestfirskir verktakar ehf. annast byggingu hússins og verklok verða í október á þessu ári.

Heimild: BB.is