Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Reykjanesbraut (41), Kaldárselsvegur-Krýsuvíkurvegur – Eftirlit (EES-útboð)

Opnun útboðs: Reykjanesbraut (41), Kaldárselsvegur-Krýsuvíkurvegur – Eftirlit (EES-útboð)

383
0

Tilboð opnuð 2. apríl 2019. Vegagerðin óskaði eftir tilboðum í eftirlit fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnafirði milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar.

<>

Auk þess eru innifalið í útboðinu eftirlit með gerð nýrrar vegbrúar yfir Strandgötu, gerð tveggja göngubrúa yfir Reykjanesbraut við Ásland og Þorlákstún ásamt gerð umfangsmikilla hljóðvarna við Reykjanesbraut eins og verkinu er lýst í útboðsgögnum verkframkvæmdar.

Heildarlengd kaflans er um 3,2 km. Verkið er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Hafnarfjarðarbæjar og veitufyrirtækja.

Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfnisvals og verðs og ber bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfni bjóðanda og verðtilboð.

Á fyrri opnunarfundi 26. mars 2019 var lesið upp hverjir skiluðu inn tilboðum.

Á síðari opnunarfundi, 2. apríl 2019, var lesin upp stigagjöf bjóðenda í hæfnismati og verðtilboð hæfra bjóðenda opnuð.

Allir bjóðendur uppfylltu kröfur í hæfnismati.